Sumarfrí

Þá eru börnin komin í sumarfrí. Fóru í skólann í morgun og sóttu einkunnirnar sínar. Ég held þau séu nú ósköp fegin og orðin þreytt eftir veturinn. Verst er að nú vilja þau vaka svo lengi á kvöldin því þeim finnst engin ástæða til að fara snemma að sofa. Og það þýðir að það er minni friður fyrir mig til að sauma.

Ég er á annarri vikunni í tölvuskólanum. Það gengur bara vel og ég er búin að læra helling en ég sé að ég kann nú bara þokkalega mikið. Kvíður mest fyrir að fara í Excel því ég hef verið minnst í því og kann eiginlega ekkert á það. En maður verður bara að kíla á það. Við vorum að vinna í Word í dag og það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í því. Fór svo heim og ætlaði að æfa mig en sá þá að ég var með svo gamla útgáfu af Word í tölvunni minni (sem Eiður bróðir minn reddaði mér þegar ég fékk tölvuna. Eiður á ekkert að fara að uppdeita hjá sér? og stóru systur?). Þannig að mig vantar fullt að fídusum til að æfa mig hér heima. Redda því seinna.

Læt þetta duga í bili.

Kv Erla Björk

Advertisements

No comments yet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: