Einar 11 ára

Nú er hann Einar minn 11 ára í dag. Í gær bauð hann vinum sínum í bíó á Spiderman 3. Og í dag var veisla fyrir fjölskylduna.

Við vöktum hann í morgun og við rúmið hans var pakki. Hann var voða spenntur og dreif sig í að opna pakkann. En í pakkanum var ekkert nema lítill miði sem vísaði honum á annan stað í húsinu. Hann hljóp þangað og öll fjölskyldan á eftir en þar fann hann bara annan miða. Greyið þurfti að hlaupa á 8 staði í húsinu með fjölskylduna á hælunum þar til hann fann pakkann. Þetta vakti mikla kátínu og Marín var ákveðin í að svona yrði þetta líka gert þegar hún ætti afmæli. Við pössuðum líka upp á að hann þyrfti alltaf að hlaupa upp og niður stigann til skiptis. Það þarf nú að hafa fyrir því ef maður ætlar að fá afmælispakka.

Saumafréttir

Ég var byrjuð á Blue Moon Angel frá Lavender & Lace. Er næstum búin með vænginn og byrjuð á hnettinum. Svo eftir að ég fékk Stargazer upp á vegg þá langaði mig svo til að byrja á Fairy Moon. En mig vantaði efni og hvað gerir maður þá? Jú, maður fer bara á netið og pantar það. Ég pantaði hjá Sugar Maple Fabric. Það er tilboð hjá þeim út árið. Ef maður kaupir fyrir 100 $ þá fær maður 25% afslátt. Og ef maður kaupir fyrir 100 $ eða meira eftir afslátt þá er frír sendingakostnaður. Þannig að ég keypti efni fyrir Fairy Moon, Petal Fairy, Bliss Fairy og Firefly fairies. Get ekki beðið eftir að fá þetta allt saman.

Langaði allt í einu að sauma aðeins í Little Angel. Hef ekki snert á henni í marga mánuði. Það er voða gaman að grípa aðeins í eitthvað aftur eftir langan tíma.

Læt þetta duga í bili.

Kveðja Erla Björk

Advertisements

1 comment so far

  1. Edda on

    Til hamingju með afmælispiltinn.

    Hlakka til að sjá efnin hjá þér.

    Kveðja,
    Edda


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: