Nýtt klár

Er búin að vera að dunda mér við eina kisu eftir Margaret Sherry. Ég byrjaði á henni fyrir áramót og svo allt í einu um síðustu helgi varð ég að ná í hana og klára hana. Ég hélt það tæki enga stund að sauma hana en það var alveg ótrúlega seinlegt. Ég á svo eftir að gera 11 í viðbót því auðvitað verður maður að klára allt settið.

Ég fór á sunnudaginn í Kringluna og keypti mér saumavél á bresku saumavélasölunni. Mér var búið að langa lengi í saumavél og nú þarf ég bara að læra á hana. Það voru nokkrir sniðugir aukahlutir með henni eins og til dæmis overlock hnífur og ég á örugglega eftir að nota hann mikið.

Nú á ég bara 3 virka daga eftir af sumarfríinu. Ég fer aftur að vinna á miðvikudaginn. Þetta er búið að vera alltof fljótt að líða og maður er alveg búin að venjast því að vera í fríi og eyða deginum bara í sólbaði og við saumaskap. En það verður að vísu ágætt að fara að hreyfa sig aftur því ég hef ekki hreyft mig allt sumarfríið og ég er farin að finna fyrir því að fötin mín eru aðeins þrengri en venjulega.

Erla Björk

Advertisements

7 comments so far

 1. Hafrún Ásta on

  Svakalega er hún sæt þessi og til hamingju með saumavélina … Eigum við að skella okkur saman á námskeið… ?

 2. R.Ása on

  Hún er nú alveg æðisleg þessi, til hamingju með hana!!!

 3. Erla Björk on

  Það veitti ekki af að skella sér á námskeið. Annars held ég að hún verði ekki mikið notuð.

 4. Linda litlaskvis on

  Ji! Hún er algjör dúlla!

 5. nurfah on

  ég hef ekki notað mína of mikið en ég átti líka eftir að kaupa tvinna í hana. Erla ég er viss um að við getum orðið svaka klárar á þær

 6. Sveina on

  Sæta kisa:) það verður gaman að sjá hinar

 7. Erla Björk on

  Svo langar mig að læra bútasaum. Þá gæti maður gert flotta púða og teppi.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: