Ný efni

Pósturinn var að banka upp á hjá mér með efnin sem ég pantaði frá Sugar Maple Fabrics. Og viti menn mér var bara réttur pakkinn og ekki rukkuð um krónu. Bara ef það væri alltaf svona.

Ég pantaði þessi efni:

Moon Princess fyrir Fairy Moon

Var samt að bera þetta efni saman við efnið sem Stargazer er á og er ekki viss um að þessi tvö efni geti hangið saman hlið við hlið. Þannig að kannski panta ég annað fjólublátt fyrir Fairy Moon og nota þetta í eitthvað annað.

Fay´s Circle fyrir Firefly Fairies

Mér finnst þetta alveg geggjað efni og væri til í að byrja strax á þessari mynd.

Northen sky fyrir Petal Fairy og Bliss Fairy

Varð fyrir smá vonbrigðum með þessi efni. Á netinu voru þetta blá efni með ”skýjum”. En komin til mín er minnst af þeim blátt og mikið af gulum, grænum og fjólubláum tónum. Svo ég veit ekki alveg hvort ég nota þau í það sem ég ætlaði. En ég hugsa að þau gætu samt alveg gengið. Annars er ekkert mál að panta bara fleiri efni.

Erla Björk

Advertisements

2 comments so far

  1. nurfah on

    Heppinn!!! Elska þegar pakkarnir sleppa við tollinn.

  2. litlaskvis on

    Æðisleg efni, og þau verða ennþá æðislegri tollalaus 😉


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: