Snjókarlar – 1 af 10

Ég eyddi gærdeginum í að þrífa allt húsið mitt því ekki veitti af. Ég er búin að sitja yfir Natures Homes alla vikuna og sá að það var þörf á að standa aðeins upp. Í gærkvöldi ákvað ég að taka upp snjókarlapúðann minn og sat yfir honum til 3.30 í nótt. Það voru allir sofnaðir og þá er besti tíminn til að sauma. Náði að klára fyrsta snjókarlinn og er aðeins byrjuð á hattinum á næsta fyrir neðan. Kláraði svo ljósaseríuna í hádeginu í dag.

Ég er að spá í að sauma í þessum alla laugardaga og vonandi verður hann þá tilbúin fyrir jól.

Í dag ætla ég að sauma í Natures Homes. Ég er langt komin með enn eitt húsið. Það er samt svo ótrúleg tímafrekt og mér finnst ég vera búin að vera endalaust með það. En flott er það. Hendi inn mynd um leið og ég er búin.

Hún dóttir mín kom mér á óvart í gær. Hún var að sýna mér hvað hún væri liðug og var voðalega stolt af sjálfri sér. Það var ótrúlegt hvað hún gat sveigt sig því hún hefur aldrei verið í neinum íþróttum nema í skólanum. Vinkona hennar er í fimleikum og hana langar að fara að æfa með henni. Læt 2 myndir fylgja með.

Kveðja frá Erlu Björk og Marín Mist

Advertisements

4 comments so far

 1. ferlega sætur snjókarl 🙂
  hlakka til að sjá púðann þróast 🙂

 2. Sveina on

  Ji krúttlegur snjókarl..
  en vá hvað dóttir þín er liðug…hún er alveg efni í fimleikaskvísu eða dans, ekki spurning að virkja svona hæfileika

 3. litlaskvis on

  Hlakka til að sjá meira af snjókörlunum.
  Dóttir þín er rosalega lík þér.

 4. Edda on

  Flottar myndir af Marín Mist – ekkert smá liðug.

  Flottir snjókarlar.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: