Ný stöðumynd og afmæli

Var að klára enn einn hlutann af Natures Home. Og þá á ég bara neðstu línuna eftir. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta gengur eitthvað hægt þessa dagana. Samt finnst mér ég ekki gera annað en að sauma í þessu. Ég ætla samt að leggja þetta aðeins til hliðar þar til eftir sumarbústaðaferðina næstu helgi. Byrja svo strax aftur á mánudaginn. En þetta er hlutinn sem ég var að klára.

Og þá er staðan svona. Bara 5 blokkir eftir af 30.

Marín Mist átti afmæli í dag. Nú er litla barnið mitt orðið 7 ára. Við héldum fjölskylduafmæli á sunnudaginn og í dag bauð hún vinkonunum úr bekknum og einum strák – alls 15. Það var rosa fjör og hún fékk fullt af flottum gjöfum. Við gáfum henni nýtt hjól þar sem það gamla var orðið of lítið of hálf bremsulaust.

Svo verð ég að fá að sýna afmæliskökurnar hennar. Hún er mikill aðdáandi Dóru og Klossa og því fékk hún að sjálfsögðu Dóru köku. Fyrri kakan var í fjölskylduafmælinu og seinni í vinkonuafmælinu. Mér finnst þær svo flottar.

Erla Björk

Advertisements

1 comment so far

  1. Cross Stitch Fan on

    Hello,

    I just wanted you to know how lovely your Stitching is. Thanks for showing your projects!
    -Julie


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: