Kanínan og tréð

Var að klára enn einn hlutann af Natures Home. Nú er ég komin í neðstu línuna svo það er ekki svo mikið eftir. Tréð er allt komið og kanínan sem mér var búið að hlakka svo til að gera er loksins tilbúin. Það var alltaf svo langt í hana og það var svo gaman að sauma hana og sjá hana koma í ljós. Og hún er bara rosa sæt.

Og þá er staðan svona. Bara 4 blokkir eftir af 30.

Planið er að taka 2 vikur í hvern hluta sem eftir er. Lokadagurinn er því 2.desember 2007. Haldið þið að mér takist það? Ég er búin að vera 13 daga með þennan hluta svo ég er degi á undan áætlun. Það væri gott að fá smá pepp því ég er orðin pínu leið á þessari mynd. Mér finnst alltaf svo mikið eftir og það gengur voða hægt að sauma því litaskiptingarnar eru endalausar.

Erla Björk

Advertisements

7 comments so far

 1. Drífa on

  Frábært hjá þér ! Gengur rosalega vel !

  Má ég biðja þig að stefna á 4. desember, því þá á ég afmæli hahahahaha

  Kveðja
  Drífa sem er ekkert að gera í þessu 😦

 2. nurfah on

  Mikið eftir þú ert næstum búin og hún er svo gullfalleg hjá þér… 2. des ég held þú klárir hana fyrir þann tíma en við sjáum til… Hlakka svo til að sjá hana kláraða hjá þér.

 3. Dagný Ásta on

  þú ert ekkert smá dugleg!!
  rosalega flott mynd 🙂
  hlakka til að sjá hana fullgerða 🙂

 4. saumastelpa on

  Áfram Erla! Hún er geggjuð:)

 5. itchin2stitch on

  Þú ert búin að vera svo ótrúlega dugleg með þessa mynd og nú er bara næstum því ekkert eftir!!! Ekki láta þessar 4 blokkir letja þig við að klára, þetta tekur enga stund!

 6. litlaskvis on

  Vúha! Hún er æðisleg! PEPP PEPP PEPP PEPP! Þú gefst ekki upp núna, aaaalveg að verða búin!

 7. Sigga on

  Þú ert hetja ! Hún er algjör æði, vonandi náum við að fá að sjá hana fullkláraða fyrir jól 🙂


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: