Saumahornið mitt

Spurning vikunnar í Allt í kross var þessi:

Ertu með sérstakt “saumahorn” einhvers staðar í húsinu?  Áttu mynd af saumahorninu þínu?
Hvernig finnst ykkur best að vera þegar þið saumið út. Situr þú í sófa eða við borð?
Hvert er drauma “saumahornið” ? Hvað vantar þig til að geta búið það til?

Ég sit við borðstofuborðið þegar ég er að sauma Nature´s Home. Ég get ekki hugsað mér að sitja með allt stykkið í fanginu því þá verður allt svo þvælt þegar þetta nuddast stanslaust saman.

Þegar ég geri ”aðeins” minni myndir en Nature´s Home þá finnst mér æðislegt að vinna við saumastandinn. Það eina sem vantar þar er aðstaða fyrir allt garnið. Er að spá í að fá mér lítið borð til að hafa við hliðina á mér.

Ef ég geri svo pínulítil verkefni eins og nálarúllu eða eitthvað þess háttar þá hendi ég mér bara í sófann.

Í framtíðinni er ætlunin að útbúa saumaherbergi. Ég bíð bara eftir að elsti sonurinn flytji að heiman og þá ætla ég að flytja allt saumadraslið mitt inn í herbergið hans. Það verður bara næs.

Erla Björk

Advertisements

5 comments so far

 1. Sveina on

  Hva…bara búin að breyta um millinafn Erla Björn;)

 2. litlaskvis on

  Æði. Ég get alveg trúað því að það sé gott að sitja við borð með svona stórt verkefni eins og NH. Og mig vantar nýjan saumastand. Var ekki nógu ánægð með minn gamla svo að ég gaf Rósu Tom hann.

 3. Sonja on

  Einbeitingin leynir sér ekki við saumaskapinn á Natures Homes. LOL

  Linda: Mér fannst ég kannast við kauða á blogginu hennar

 4. Anna Litla sis on

  vá hvað þú ert sæt með topp:):) fer þér ekkert smá vel…

 5. Julie on

  Thank you for your lovely comment on my blog. Edda is a wonderful stitcher and a great friend i have made over the internet.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: