Nýtt saumadót

Ég datt í það um daginn og verslaði mér smá saumadót. Maður getur jú alltaf bætt á sig.

Ég var búin að kaupa mér Snowman Trio hjá Stitching Bits and Bobs og datt svo inn á Down Sunshine Lane og keypti mér alla þræðina og rétta efnið. Er að spá í að byrja aðeins í kvöld. Það er svo freistandi að prufa nýju þræðina.

Svo fór ég óvart inn á 123 Stitch og sá að það var útsala á Margaret Sherry munstrum. Ég er mjög hrifin af hænunum hennar svo ég keypti mér The Hen Night. Og auðvitað er ekki nóg að kaupa bara eitt saumadót. Maður verður að nýta sendingarkostnaðinn svo ég keypti líka JCS Christmas Ornament og Love One Another frá Ladybug Lane.

Ég er ekki að sauma mikið þessa dagana. Ég er að berjast við að ná úr mér vöðvabólgunni sem ég fékk eftir Nature´s Home. Var farin að fá svo svakalega höfuðverki en þeir eru nú nánast búnir. Ég er alla vega búin að sanna það að ég er ekki með ofnæmi fyrir súkkulaði.

Hafrún mín ég er nú meira en hálfnuð með myndina sem Álfheiður Amý á að fá. Hún verður tilbúin einn daginn. Vittu til!

Erla Björk

Advertisements

3 comments so far

 1. Hafrún Ásta on

  Oh dásamlegt svona nýtt saumadót bíð spennt eftir mínum pökkum frá sömu fyrirtækjum hehe. Já já enda liggur ekkert á … Við mæðgur erum mjög þolinmóðar og bíðum glaðar eftir svona flottri handavinnu.

 2. Sonja on

  Þessir snjókarlar eru æði. Til hamingju með nýja dótið.

 3. Kristín on

  Hæ Erla! kanski hefur þú gaman af því að skoða þessa síðu kveðja Mamma

  http://barnaland.is/barn/70061/


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: