Komin til Florída

Við erum loksins komin til Orlando. Við leigðum okkur villu í Davenport í hverfi sem heitir Westbury. Við erum búin að vera hér í 4 daga og líkar ofsalega vel. Húsið er alveg æðislegt og sundlaugin er algjör nauðsyn. Við erum komin út í laug um 8 á morgnana. Fyrstu 2 dagana fór að rigna eftir hádegi og þá fórum við bara að versla. Í gær og í dag var sól allann daginn. Við eyddum deginum í dag við laugina og allir eru komnir með far eftir sundfötin.

Ég fór í saumabúð í Kissimmee á föstudaginn sem heitir Needle Craft World. Þetta er frekar lítil búð en ótrúlega margt til og frábær konan sem á búðina. Ég var ein að versla í búðinni og ég fékk frábæra þjónustu. Hún átti ekki allt sem ég spurði um en hún bauðst til að panta það og ég má svo sækja það eftir 10 daga. En þetta er það sem ég keypti í þetta skiptið.

Just Nan
Gilded Dragonfly og silki

Little House Needleworks
Little House Neighbourhood og efni
Counting House og efni
Chocolate Shoppe og efni
Yesteryear og efni

Just Nan
Mitten Men
Making Friends og efni
Heart in Hand
Winter Fob og WDW

Svo er ég búin að kaupa alls konar smádót í Wall Mart og JoAnn.

Í þessari viku er planið að byrja að þræða garðana. Við erum ekki enn alveg búin að ákveða hvaða garðar verða fyrir valinu en við erum ákveðin í að klára alla Disney garðana í þessari ferð.

Advertisements

11 comments so far

 1. litlaskvis on

  Vá Erla mín! Þetta er geggjað! Vildi óska að ég væri þarna með þér með eldheitt VISA kort hehehehe!

 2. Hafrún Ásta on

  Úff er ekki viss um að geta skrifað neitt búin að slefa svo mikið á tölvuna … hehehe segi eins og Linda væri til í að vera þarna úti með glænýtt visakort til að nota.

 3. Bryndís póstur on

  Ef það nú er, á BARA að suma??

 4. icelandmom on

  Æðislegt “stash”. Ég tek undir með Lindu og Hafrúnu – væri alveg til í að vera með og versla. 🙂 Njóttu vel. 🙂

 5. Sonja on

  Ekki skrítið að hún hafi stjanað við þig konan 😉

 6. Hafrún Ásta on

  Hey skvís ef þú finnur “Home of a needleworker (too)” og “Always & forever” eftir LHN þá máttu kaupa það fyrir mig er alveg ástfangin f þessum munstrum. Ég borga þér svo að sjálfsögððu.

 7. Anna Litla sis on

  hvernig væri að fara að drífa sig í fatabúðir Erla mín????? það er 0rugglega miklu skemmtilegra:):):) annars er þetta voða fínt saumadót:)

 8. Anna Litla sis on

  PS Tumi er hættur að urra á mig:)

 9. Hafrún Ásta on

  nei saumabúðirnar eru MIKLU skemmtilegri …

 10. Erla Björk on

  Hafrún ég skal tékka á þessu fyrir þig. Á eftir að fara í aðra saumabúð.

  Anna þú veist hvað ég hata fatabúðir. Ég passa aldrei í neitt.

 11. Sissú on

  Vá hvað það hefur verið gaman hjá þér í saumabúðinni, ég fékk heldur betur fiðring ! Til hamingju Erla mín með allt nýja saumadótið, ég pant´fá að vera með næst 😉


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: