Gaman í Florída

Það er búið að vera mjög gaman hér í Florída. Það er alltaf að hitna og hitna. Fyrstu vikuna var hitinn voða notalegur en nú gerir maður ekki annað en að flýja í skuggann. Það er líka búið að vera sól alla daga þar til í dag að við vöknuðum við þvílíkar þrumur að okkur stóð ekki sama. Þegar við vorum komin fram í stofu þá lýstist upp garðurinn og svo kom hellidemba.

Við ákváðum að kaupa miða í alla Disney garðana og sleppa hinum þar til í næstu ferð. Við erum búin að fara í Epcot, Animal Kingdom og Blizzard Beach sem er vatnsleikjagarður.

Á þriðjudaginn fórum við í Epcot. Það var skemmtilegra en ég hélt. Við fórum í tæki sem heitir Soarin. Þá er eins og maður sé að fljúga og það var alveg geðveikt. Marín kom titrandi úr tækinu en fannst samt gaman. Strákarnir fóru í einhver tæki og skemmtu sér vel. Við fórum líka í Nemó ævintýraferð sem var ekkert spes. Við fórum í bátsferð um verndun jarðarinnar. Við fórum svo í 3D bíó á Honey I shrunk the audience. Það var frekar óþægileg reynsla og Marín grét nánast allan tímann. Sem betur fer tók þetta bara 20 mínútur. Þetta er miklu raunverulegra en í bíóum heima. Þegar músum var sleppt í myndinni þá var settur blástur á fæturnar á manni og manni fannst eins og það væru mýs að strjúkast við mann. Svo þegar hundurinn hnerraði þá fékk maður vatnsúða á sig. Við vorum voða fegin að komast út.

Á miðvikudaginn fórum við í Animal Kingdom. Við byrjuðum á því að heilsa upp á Terku, Guffa og Andrés. Við vorum svo búin að fá miða á It´s though to be a bug og drifum okkur á það. Við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að fara í. Héldum að þetta væri bara einhver sýning. En þetta reyndist vera 3D bíó. Fyrst byrjaði þetta voða sætt. Það var bara lítið sætt fiðrildi að fljúga fyrir framan mann. En svo hófust lætin. Marín grét allan tímann og maður heyrði í salnum að það var hvert einasta barn grátandi. Strákarnir meira að segja lokuðu augunum og við héldum fótunum upp í sætunum þegar kóngulónum var sleppt og allur salurinn öskraði. Svo var þetta að verða búið og þá sagði aðalpersónan: Nú ætlum við að safna öllum pöddunum saman og þá fann maður undir sætinu sínu eins og það væru pöddur að skríða og allir öskruðu. Ég get ekki sagt hvað við vorum fegin að komast út. Marín greyið skalf og tirtraði af hræðslu þó ég hafi haldið fyrir augun á henni allan tímann og Alexander svona kóngulóarhræddur. Við förum ekki aftur á svona 3D bíó.
Við fórum svo í einhver tæki og Maggi fór með strákana í 2 rússíbana. Annar hét Dinosaur og í honum birtust risaeðlur og strákarnir voru víst bara með lokuð augun og horfðu á tærnar á sér. Hinn fór í gegnum fjall og þar skemmtu þeir sér vel. Strákarnir fóru svo með mig í barna rússíbana og ég öskraði eins og smástelpa allan tímann.

Í gær fimmtudag fórum við svo í Blizzard Beach. Við renndum okkur fullt og skemmtum okkur vel. Maggi kom vel brenndur til baka. Ég brann á öxlunum en börnin sluppu alveg.

Í dag eru svo bara þrumur og eldingar. Inn á milli kemur svo úrhelli. Okkur stendur ekki alveg á sama því lætin eru svo nálægt. Og fyrst það er ekki sól í dag þá ætlum við að skellla okkur í Outlet og strauja kortin.

Advertisements

3 comments so far

 1. Hafrún Ásta on

  Úff mig langar ekki í köngulóarbíó og alls ekki í 3D úff púff. En mig langar rosalega í rússibana. Vonandi hætta nú þrumurnar og eldingarnar fljótt og þið haldið áfram að skemmta ykkur frábærlega.

  Ég heyri titringin í kortinu þínu alla leið hingað heim á Frón hehe.

 2. Mamma on

  Hæ!! Mikið hefur verið gaman í þessu öllu .Ég sé ykkur í anda skemmta ykkur.Marin mín æ greiið litla,
  þetta hefur verið allsvakalegt.Vonandi verða ekki þrumur og læti meira ,en þetta er víst algengt þarna,það var nú sól hér í morgun. kveðja héðan.

 3. Anna Magga litla sis on

  hehe ég hefði svo viljað fara í 3 bíó:) greyjið Marín samt:( hvað segiru.. outlet???? þú hlýtur að geta fundið þér föt þar:) mundu svo að fara í Forever 21 !!! það er geðveik búð og allt kostar 10-20 dollara..þar keypti eg gullbolinn sem þú ert með í láni:)

  eru margir disney garðar??? ég hélt það væri bara einn huges disney garður.

  knúsos


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: