Nóg að gera í Florída og nýtt saumadót

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við fórum í aðalgarðinn í gær Magic Kingdom. Við vorum mætt í garðinn um 9.30 og fórum heim rétt fyrir 10 um kvöldið. Mjög langur dagur en líka lang skemmtilegasti garðurinn.
Strákarnir höfðu það af að draga mig í einn rússíbana. Hann virkaði ekkert svo hræðilegur að sjá en ó mæ god ég öskraði allan tímann.
Marín skemmti sér vel í garðinum. Við fórum í hringekjur og meira að segja eina sem var mjög hátt uppi og við sáum yfir allan garðinn. Hún ríghélt að vísu í mig og ég held hún væri ekki til í að fara aftur. Við fórum svo öll í bollana sem ég man eftir síðan ég fór í Disney þegar ég var 7 ára. Geðveikt gaman að rifja það upp.
Við fórum svo saman í GoKart. Marín keyrði Magga, Alexander keyrði mig og Einar var einn í bíl. Ég er nú ekki viss um að ég láni Alexander bílinn minn þegar hann fær bílpróf. Hann var í því að keyra upp í kant og klessa á aðra.
Það var skrúðganga í garðinum um miðjan dag og svo önnur um kvöldið sem var auðvitað miklu flottari. Rosalega gaman að sjá hvað er lagt mikið í þetta.
Ef þið hafið áhuga á að sjá myndir úr ferðinni okkar biðjið þá bara um það í kommenti og ég skal senda ykkur slóðina á emaili.

Á þriðjudaginn fór ég í saumabúð sem heitir Needle Orts. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þessa búð. Ekkert sérstakt úrval og allt eitthvað svo óaðgengilegt. En ég keypti fullt af handlituðu garni og eitt kit og nokkur skæri. Það er aldrei svo slæmt að maður geti ekki keypt eitthvað.

The Cat´s Whiskers
The Garden Chair
Fullt af Weeks Dye Works
Fullt af Cresent Colours
Nokkur skæri

Ég fór svo í dag aftur í Needle Craft World og sótti það sem var pantaði fyrir mig í síðustu ferð. Hún er alveg frábær þessi kona sem á búðina og gaman að kjafta við hana. En þetta er það sem ég fékk.

Country Cottage Needlework
Forest Snowfall
Needlework Shop
Joyful Summer
Little House Needlework
All Dolled Up
The Sweetheart Tree
Don´t Bug Me

Just Nan
When Barnabee Met Bella og efni
Waxing Moon Design
Winter Sampler
One Sheep Open Sleigh
Nokkra WDW þræði

Raise The Roof
Snow Fence + buttons
Heart In Hand
Perfect Snowman + buttons
Bent Creek
The Cold Snowman

Það á eftir að vera svo gaman hjá mér í vetur að sauma. Nóg af verkefnum til að velja úr.

Advertisements

5 comments so far

 1. deibpia on

  æðislegt að heyra hvað er gaman hjá ykkur!
  Hlakka SVO til að fá að klappa öllu nýju saumadótinu.. þú skalt passa vel upp á það þegar þú kemur heim þar sem að við erum nokkrar sem værum alveg til í þetta :-p
  knús

 2. litlaskvis on

  Ég slefa hérna á tölvuna! Sem betur fer er þetta vinnutölvan en ekki þessi bleika sæta sem að ég á heima 😉

  Hlakka mikið til að fá að klappa þessu öllu hjá þér!

 3. Guðbjörg on

  Vááá, það verður gaman að fá að klappa þessu hjá þér þegar þú kemur heim….. Vonandi áttu ekki eftir að þjást af valkvíða þegar kemur að því að velja verkefni. Er hrædd um að Sissú stingi okkur algjölega af í teppinu………

  Guðbjörg

 4. Mamma on

  Já það er naumast hvað þetta er flott,það verður nó að gera að sauma á næstunni.Kveðja héðan

 5. Hafrún Ásta on

  Slefi slefi slefi og tölvan mín sem var að jafna sig á þessu slefi frá síðusta saumamyndabloggi.


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: