Little House Neighbourhood

Við komum heim frá Florída síðasta föstudag.  Við lentum í Hitabeltisstorminum Fay síðustu dagana þannig að það ringdi mjög mikið og það var smá vindur. Ekki mikill samt í okkar augum en við sáum í búðunum að fólk var að byrgja sig upp af vatni og mat eins og það myndi lokast inni í viku eða svo. Eina sem við keyptum var kók og snakk og þá vorum við góð. Við skelltum okkur svo bara í sund í rigningunni og fórum að versla og það var bara fínt.

Strax og við komum heim á föstudaginn þá skellti ég mér í sumarbústað í Húsafelli með 5 góðum saumakonum. Ég byrjaði á Little House Neighbourhood úti og ákvað að halda áfram með það í bústaðnum. Ég átti eftir að velja handlitað garn í húsin og stelpurnar hjálpuðu mér að velja það. Það tók pínu langan tíma því ég var með svo mikinn valkvíða. Held ég hafi rakið fyrsta húsið upp 2svar áður en ég varð ánægð. En hér er mynd af fyrsta húsinu.

I stitched the house using Cresent Colours
mix of Bramble Busch and Roasted Chestnut
Það er mjög gaman að sauma þetta stykki. Erfitt að standa upp þegar maður byrjar. En nú er ég að spá í að sauma aðeins í Quilted Heart Garden. Sissú er komin langt á undan og það gengur sko ekki.
Advertisements

3 comments so far

  1. deibpia on

    Helgin var æði og myndin þín er ekki síðri… hlakka til að sjá meira.. knús…

  2. Sissú on

    Ég mundi bara halda áfram með Little House Neighbourhood ;)…. það sem komið er lítur svakalega vel út ! knússsss

  3. Hafrún Ásta on

    Ú geggjað flott hjá þér…


Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: