Archive for the ‘Biscornu’ Category

Jólasveina Biscornu

Ég ákvað að gera einn jóla biscornu og féll alveg fyrir þessu munstri frá Stitchwork. Það heitir Santa Round og þetta tók mig ekki nema 2 daga. Frágangurinn var aðeins að flækjast fyrir mér en ég fékk dygga síma aðstoð frá henni Lindu litluskvís. Takk fyrir mig Linda, þú bjargaðir mér alveg. En hér eru myndir. Það átti að vera pakki á bakhliðinni líka en því miður þá brotnaði hann svo ég ákvað að strekkja ekki alveg eins mikið á miðjunni til að halda alla vega öðrum þeirra.

Framhliðin

Bakhliðin

Frá hlið

Skeggið á jólasveinunum var saumað með Wisper garni frá Rainbow Gallery. Það er loðið og það var alveg skelfilegt að sauma með því. Það verður allt svo ójafnt en ég er nokkuð sátt við útkomuna.

Erla Björk