Archive for the ‘Blue Moon Angel’ Category

Smá uppdeit á Blue Moon Angel

Var rosa dugleg að sauma í gærkvöldi og svo í allan dag og kvöld. Náði að klára allann vænginn og höfuðið. Byrjaði aðeins á kreinikinu og notaði Thread Heaven í fyrsta skipti. Ég verð nú að segja að það er snilldar uppfinning.

Annars er ég að klára tölvuskólann á morgun. Þetta er búið að vera strembið 4 vikna nám og í raun alltof mikið efni á svo stuttum tíma. Maður þarf smá tíma til að leyfa þessu öllu að síast inn. Svo á ég bara 1 og hálfa viku eftir af sumarfríinu og þá verð ég bara í því að sauma og slappa af.

Erla Björk

Blue Moon Angel

Byrjaði aðeins á Blue Moon Angel fra L&L. Er að verða búin með vænginn og geislabauginn utan um höfuðið. Ég hugsa að það verði frekar fljótlegt að sauma þessa og perlurnar eru bara barnaleikur miðað við Stargazer.

Annars bíð ég bara spennt eftir að fá efnið í Fairy Moon og ætla að byrja á henni um leið og það kemur. Er að spá í hvort hún verði ekki flottari ef maður sleppir vængnum.

Erla