Archive for the ‘Exchange’ Category

Pinkeep fyrir Lindu

Ég bjó til þennan Pinkeep fyrir Lindu í Pinkeepskiptunum í Allt í kross. Það er frekear fyndin tilviljun að við vorum dregnar saman. Þetta er fyrsti pinkeepin sem ég geri og ég held hann hafi bara heppnast vel. Efnið sem hann liggur á er efnið sem er á bakhliðinni.


Free Pattern from My Aunts Attic
Stitched 1 over 1 on 28 ct Jobelan Solo from Silkweaver
with Imitation Silk from Haviland Embroidery

Ég skilaði pinkeepnum í seinna laginu. Ástæðan er að litli voffinn okkar hann Patti er búinn að vera týndur núna í rúmar 2 vikur. Öll leit hefur engan árangur borið og maður hefur ekki getað fest sig við neitt annað en að leita eða hugsa til hans. Ég læt fylgja með mynd af Marín og Patta á góðri stund. Marín var að horfa á teiknimyndir og Patti steinsvaf í fanginu á henni á meðan. Við þráum ekkert heitar en að finna hann aftur og koma honum heim í hlýjuna og öryggið. Svo yrði hann að sjálfsögðu knúsaður endalaust.

Pinkeep frá Lindu

Ég var að fá minn pinkeep úr pinkeepskiptunum og hann var frá Lindu. Takk fyrir mig elsku Linda. Hann er algjört æði og ég er í skýjunum.

Ég er langt komin með minn. Á eftir nokkra krossa og svo að ganga frá honum. Hlakka svo mikið til að afhenda hann nýjum eiganda.

Skærapúði frá Siggu

Hún Sigga bankaði upp á hjá mér í gær og færði mér þennan skærapúða og súkkulaði sem kláraðist á engum tíma.

Takk kærlega fyrir mig Sigga.  Mér finnst hann rosalega flottur. Og súkkulaðið var auðvitað algjör snilld!

Skærapúðaskipti

Ég tók þátt í skærapúðaskiptum í Allt í kross. Ég átti að gera skærapúða fyrir Sesselju og valdi að gera þennan.

Framhliðin

Bakhliðin

Munstrið er úr Victoria´s Quaker og ég saumaði hann með Imitation Silk (gervisilki) sem ég keypti svo mikið af í London.

Ég bíð svo bara spennt eftir að fá minn skærapúða. Það verður gaman að vita frá hverjum hann er.

Nálarúlla fyrir Eddu

Ég saumaði þessa nálarúllu fyrir Eddu. Ég var í smá vandræðum með hvaða munstur ég ætti að gera en þessi varð svo fyrir valinu. Hér er hún full saumuð og komnar í hana 4 stórar perlur.

Og hér er hún tilbúin og á leið til Eddu.

Njóttu vel Edda mín.

Erla Björk

Nálarúllan mín frá Hafrúnu

Ég fékk nálarúlluna mína í gærkvöldi í saumaklúbb hjá Guðbjörgu. Það var Hafrún sem gerði mína nálarúllu og ég er rosalega ánægð með hana. Hún er alveg spes fyrir mig því nafnið mitt er í miðjunni á henni. Takk kærlega fyrir mig elsku Hafrún.

Nálarúllan frá mér verður keyrð út í kvöld. Hlakka mikið til að afhenda hana nýjum eiganda.

Erla Björk