Archive for the ‘Family’ Category

QS Red Poppy

August 6th I started a new HAED – QS Red Poppy. I really love working on her and have hardly touched anything else since then. Now she´s finally got an eye so I think it´s time to post a picture of her.


QS Red Poppy – HAED – stitched 1 over 1 on 28 ct


After the first weekend – just couldn´t put it down

Since September is almost over I think it´s time to pick up the O´holy night calendar again. I promised my daugher to have it finished before December 1st.

And speaking of my daughter. It´s her birthday today and she just turned 9 years old. This picture was taken very early this morning when she was opening her birthday present. She really loves Littlest Petshop so of course that is what she got – and lot of it.

O´holy night dagatal

Ég er búin að sitja marga tíma undanfarið við þetta dagatal. Ég var að vonast til að klára það fyrir 1.des en eins og tíminn virðist fljúga áfram þá er það orðið nokkuð vonlaust. Ég var að klára alla krossana og á nú eftir allan afturstinginn og borðann utan um myndina. Og svo auðvitað allar litlu myndirnar sem á að hengja á það. En ég get gert þær jafn óðum í desember. En hér er mynd.

I´ve been working very hard on this Christmas calendar. I was hoping to finish this before December 1st but I´m kind of runnig out of time. I now got all the backstitching left and the border plus all the little pieces to hang on it. Well we´ll see.

Ég læt fylgja með eina mynd af Tuma og Karmen þar sem þau eru að kúra saman.

Karmen litla hvolpastelpa

Í gær bættist í fjölskylduna lítil hvolpastelpa sem er fædd 28. ágúst. Hún er búin að fá nafnið Karmen.

Hún er ofsalega sæt og dugleg lítil stelpa. Það er mikill leikur í henni og hún og Tumi eru voðalega hrifin hvort af öðru.


Hér er Karmen að kúra hjá stóra bróður


Aðeins að kíkja hvað sé í gangi


Tumi að hvíla sig

Ég er ekki búin að vera að sauma mikið undanfarið. Maggi lenti inn á spítala með streptókokkasýkingu í hné sem getur verið lífshættuleg. Hann lá inni í rúma viku og fær núna heimahjúkrun. Hann þarf að fá lyf 4 sinnum á sólarhring og má ekki stíga í fótinn fyrr en fyrsta lagi 10. nóv. Hann fer um allt á hækjum en leiðist að hanga heima endalaust. Ég bauð honum að lána honum eitthvað að sauma og skil ekkert í af hverju hann þáði það ekki.

Ég byrjaði á dagatali frá Dimension O´Holy Night. Það gengur frekar hægt og það er frekar ólíklegt að ég nái að klára fyrir jól. En hér er mynd af því sem komið er.

Snowman Trio – Willy og afmæli

Ég kláraði loksins Willy fyrir helgina og er byrjuð á síðasta snjókarlinum. Ég er búin að panta tölurnar fyrir þá en ætla ekki að festa þær fyrr en þeir verða allir tilbúnir. Stefni á að klára þá fyrir jólin.

I just finished Willy the second one in the Snowman Trio serie. I already bought the buttons but thought I would not put them on until all three of them are finished.

Marín átti 8 ára afmæli 19. september. Hún fékk göt í eyrun í afmælisgjöf og það hefur gengið rosalega vel. Engin sýking eða neitt vesen. Hún hélt upp á vinkonuafmælið sitt í Stjörnustelpum og fékk rosa fína hárgreiðslu. Allar stelpurnar fengu hárgreiðslu og klæddust Hawaii búningum og svo dönsuðu þær og skemmtu sér vel.


Marín komin úr hárgreiðslu og í Hawaii búninginn

Flott að aftan

Little House Neighbourhood

Við komum heim frá Florída síðasta föstudag.  Við lentum í Hitabeltisstorminum Fay síðustu dagana þannig að það ringdi mjög mikið og það var smá vindur. Ekki mikill samt í okkar augum en við sáum í búðunum að fólk var að byrgja sig upp af vatni og mat eins og það myndi lokast inni í viku eða svo. Eina sem við keyptum var kók og snakk og þá vorum við góð. Við skelltum okkur svo bara í sund í rigningunni og fórum að versla og það var bara fínt.

Strax og við komum heim á föstudaginn þá skellti ég mér í sumarbústað í Húsafelli með 5 góðum saumakonum. Ég byrjaði á Little House Neighbourhood úti og ákvað að halda áfram með það í bústaðnum. Ég átti eftir að velja handlitað garn í húsin og stelpurnar hjálpuðu mér að velja það. Það tók pínu langan tíma því ég var með svo mikinn valkvíða. Held ég hafi rakið fyrsta húsið upp 2svar áður en ég varð ánægð. En hér er mynd af fyrsta húsinu.

I stitched the house using Cresent Colours
mix of Bramble Busch and Roasted Chestnut
Það er mjög gaman að sauma þetta stykki. Erfitt að standa upp þegar maður byrjar. En nú er ég að spá í að sauma aðeins í Quilted Heart Garden. Sissú er komin langt á undan og það gengur sko ekki.

Nóg að gera í Florída og nýtt saumadót

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við fórum í aðalgarðinn í gær Magic Kingdom. Við vorum mætt í garðinn um 9.30 og fórum heim rétt fyrir 10 um kvöldið. Mjög langur dagur en líka lang skemmtilegasti garðurinn.
Strákarnir höfðu það af að draga mig í einn rússíbana. Hann virkaði ekkert svo hræðilegur að sjá en ó mæ god ég öskraði allan tímann.
Marín skemmti sér vel í garðinum. Við fórum í hringekjur og meira að segja eina sem var mjög hátt uppi og við sáum yfir allan garðinn. Hún ríghélt að vísu í mig og ég held hún væri ekki til í að fara aftur. Við fórum svo öll í bollana sem ég man eftir síðan ég fór í Disney þegar ég var 7 ára. Geðveikt gaman að rifja það upp.
Við fórum svo saman í GoKart. Marín keyrði Magga, Alexander keyrði mig og Einar var einn í bíl. Ég er nú ekki viss um að ég láni Alexander bílinn minn þegar hann fær bílpróf. Hann var í því að keyra upp í kant og klessa á aðra.
Það var skrúðganga í garðinum um miðjan dag og svo önnur um kvöldið sem var auðvitað miklu flottari. Rosalega gaman að sjá hvað er lagt mikið í þetta.
Ef þið hafið áhuga á að sjá myndir úr ferðinni okkar biðjið þá bara um það í kommenti og ég skal senda ykkur slóðina á emaili.

Á þriðjudaginn fór ég í saumabúð sem heitir Needle Orts. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þessa búð. Ekkert sérstakt úrval og allt eitthvað svo óaðgengilegt. En ég keypti fullt af handlituðu garni og eitt kit og nokkur skæri. Það er aldrei svo slæmt að maður geti ekki keypt eitthvað.

The Cat´s Whiskers
The Garden Chair
Fullt af Weeks Dye Works
Fullt af Cresent Colours
Nokkur skæri

Ég fór svo í dag aftur í Needle Craft World og sótti það sem var pantaði fyrir mig í síðustu ferð. Hún er alveg frábær þessi kona sem á búðina og gaman að kjafta við hana. En þetta er það sem ég fékk.

Country Cottage Needlework
Forest Snowfall
Needlework Shop
Joyful Summer
Little House Needlework
All Dolled Up
The Sweetheart Tree
Don´t Bug Me

Just Nan
When Barnabee Met Bella og efni
Waxing Moon Design
Winter Sampler
One Sheep Open Sleigh
Nokkra WDW þræði

Raise The Roof
Snow Fence + buttons
Heart In Hand
Perfect Snowman + buttons
Bent Creek
The Cold Snowman

Það á eftir að vera svo gaman hjá mér í vetur að sauma. Nóg af verkefnum til að velja úr.

Gaman í Florída

Það er búið að vera mjög gaman hér í Florída. Það er alltaf að hitna og hitna. Fyrstu vikuna var hitinn voða notalegur en nú gerir maður ekki annað en að flýja í skuggann. Það er líka búið að vera sól alla daga þar til í dag að við vöknuðum við þvílíkar þrumur að okkur stóð ekki sama. Þegar við vorum komin fram í stofu þá lýstist upp garðurinn og svo kom hellidemba.

Við ákváðum að kaupa miða í alla Disney garðana og sleppa hinum þar til í næstu ferð. Við erum búin að fara í Epcot, Animal Kingdom og Blizzard Beach sem er vatnsleikjagarður.

Á þriðjudaginn fórum við í Epcot. Það var skemmtilegra en ég hélt. Við fórum í tæki sem heitir Soarin. Þá er eins og maður sé að fljúga og það var alveg geðveikt. Marín kom titrandi úr tækinu en fannst samt gaman. Strákarnir fóru í einhver tæki og skemmtu sér vel. Við fórum líka í Nemó ævintýraferð sem var ekkert spes. Við fórum í bátsferð um verndun jarðarinnar. Við fórum svo í 3D bíó á Honey I shrunk the audience. Það var frekar óþægileg reynsla og Marín grét nánast allan tímann. Sem betur fer tók þetta bara 20 mínútur. Þetta er miklu raunverulegra en í bíóum heima. Þegar músum var sleppt í myndinni þá var settur blástur á fæturnar á manni og manni fannst eins og það væru mýs að strjúkast við mann. Svo þegar hundurinn hnerraði þá fékk maður vatnsúða á sig. Við vorum voða fegin að komast út.

Á miðvikudaginn fórum við í Animal Kingdom. Við byrjuðum á því að heilsa upp á Terku, Guffa og Andrés. Við vorum svo búin að fá miða á It´s though to be a bug og drifum okkur á það. Við höfðum ekki hugmynd um hvað við vorum að fara í. Héldum að þetta væri bara einhver sýning. En þetta reyndist vera 3D bíó. Fyrst byrjaði þetta voða sætt. Það var bara lítið sætt fiðrildi að fljúga fyrir framan mann. En svo hófust lætin. Marín grét allan tímann og maður heyrði í salnum að það var hvert einasta barn grátandi. Strákarnir meira að segja lokuðu augunum og við héldum fótunum upp í sætunum þegar kóngulónum var sleppt og allur salurinn öskraði. Svo var þetta að verða búið og þá sagði aðalpersónan: Nú ætlum við að safna öllum pöddunum saman og þá fann maður undir sætinu sínu eins og það væru pöddur að skríða og allir öskruðu. Ég get ekki sagt hvað við vorum fegin að komast út. Marín greyið skalf og tirtraði af hræðslu þó ég hafi haldið fyrir augun á henni allan tímann og Alexander svona kóngulóarhræddur. Við förum ekki aftur á svona 3D bíó.
Við fórum svo í einhver tæki og Maggi fór með strákana í 2 rússíbana. Annar hét Dinosaur og í honum birtust risaeðlur og strákarnir voru víst bara með lokuð augun og horfðu á tærnar á sér. Hinn fór í gegnum fjall og þar skemmtu þeir sér vel. Strákarnir fóru svo með mig í barna rússíbana og ég öskraði eins og smástelpa allan tímann.

Í gær fimmtudag fórum við svo í Blizzard Beach. Við renndum okkur fullt og skemmtum okkur vel. Maggi kom vel brenndur til baka. Ég brann á öxlunum en börnin sluppu alveg.

Í dag eru svo bara þrumur og eldingar. Inn á milli kemur svo úrhelli. Okkur stendur ekki alveg á sama því lætin eru svo nálægt. Og fyrst það er ekki sól í dag þá ætlum við að skellla okkur í Outlet og strauja kortin.

Komin til Florída

Við erum loksins komin til Orlando. Við leigðum okkur villu í Davenport í hverfi sem heitir Westbury. Við erum búin að vera hér í 4 daga og líkar ofsalega vel. Húsið er alveg æðislegt og sundlaugin er algjör nauðsyn. Við erum komin út í laug um 8 á morgnana. Fyrstu 2 dagana fór að rigna eftir hádegi og þá fórum við bara að versla. Í gær og í dag var sól allann daginn. Við eyddum deginum í dag við laugina og allir eru komnir með far eftir sundfötin.

Ég fór í saumabúð í Kissimmee á föstudaginn sem heitir Needle Craft World. Þetta er frekar lítil búð en ótrúlega margt til og frábær konan sem á búðina. Ég var ein að versla í búðinni og ég fékk frábæra þjónustu. Hún átti ekki allt sem ég spurði um en hún bauðst til að panta það og ég má svo sækja það eftir 10 daga. En þetta er það sem ég keypti í þetta skiptið.

Just Nan
Gilded Dragonfly og silki

Little House Needleworks
Little House Neighbourhood og efni
Counting House og efni
Chocolate Shoppe og efni
Yesteryear og efni

Just Nan
Mitten Men
Making Friends og efni
Heart in Hand
Winter Fob og WDW

Svo er ég búin að kaupa alls konar smádót í Wall Mart og JoAnn.

Í þessari viku er planið að byrja að þræða garðana. Við erum ekki enn alveg búin að ákveða hvaða garðar verða fyrir valinu en við erum ákveðin í að klára alla Disney garðana í þessari ferð.

Patta blogg

Ég var að búa til síðu fyrir Patta minn. Þar er hægt að lesa hvernig leitin er búin að ganga og sjá myndir af honum. Hann er núna búinn að vera týndur i 6 vikur og við erum gjörsamlega ráðalaus. Kíkið á það: http://pattityndur.blog.is

Patti litli

Pinkeep fyrir Lindu

Ég bjó til þennan Pinkeep fyrir Lindu í Pinkeepskiptunum í Allt í kross. Það er frekear fyndin tilviljun að við vorum dregnar saman. Þetta er fyrsti pinkeepin sem ég geri og ég held hann hafi bara heppnast vel. Efnið sem hann liggur á er efnið sem er á bakhliðinni.


Free Pattern from My Aunts Attic
Stitched 1 over 1 on 28 ct Jobelan Solo from Silkweaver
with Imitation Silk from Haviland Embroidery

Ég skilaði pinkeepnum í seinna laginu. Ástæðan er að litli voffinn okkar hann Patti er búinn að vera týndur núna í rúmar 2 vikur. Öll leit hefur engan árangur borið og maður hefur ekki getað fest sig við neitt annað en að leita eða hugsa til hans. Ég læt fylgja með mynd af Marín og Patta á góðri stund. Marín var að horfa á teiknimyndir og Patti steinsvaf í fanginu á henni á meðan. Við þráum ekkert heitar en að finna hann aftur og koma honum heim í hlýjuna og öryggið. Svo yrði hann að sjálfsögðu knúsaður endalaust.

Alexander Örn fermingardrengur

Í dag 13. apríl fermdist hann Alexander minn. Athöfnin fór fram í Árbæjarkirkju kl. 13.30. Það voru bara 8 krakkar sem fermdust þennan dag. Allt gekk rosalega vel og honum tókst að muna allt sem hann þurfti að muna. Hér er mynd þar sem verið er að ferma drenginn.

Við héldum veisluna svo heima kl. 16.00. Maggi sá um fermingartertuna og mamma bakaði kransakökuna. Svo var ýmislegt annað góðgæti sem við hjálpuðumst öll að við að baka. Hér er svo mynd af okkur foreldrunum með fermingarstrákinn okkar sem við erum svo stolt af.

Jóladagatölin komin upp

Við settum jóladagatöl barnanna upp í vikunni og erum búin að vera að bæta nokkrum pökkum á á hverjum degi. Kláruðum svo loksins í gærkvöldi og þau opnuðu fyrsta í morgun. Ekkert smá spennandi. Alexander á jólasveinaandlitið, Einar á Jólasveininn í stiganum og Marín krakkana sem eru að fara í háttinn.

Gleðilega aðventu öll saman.

Erla Björk

Saumahornið mitt

Spurning vikunnar í Allt í kross var þessi:

Ertu með sérstakt “saumahorn” einhvers staðar í húsinu?  Áttu mynd af saumahorninu þínu?
Hvernig finnst ykkur best að vera þegar þið saumið út. Situr þú í sófa eða við borð?
Hvert er drauma “saumahornið” ? Hvað vantar þig til að geta búið það til?

Ég sit við borðstofuborðið þegar ég er að sauma Nature´s Home. Ég get ekki hugsað mér að sitja með allt stykkið í fanginu því þá verður allt svo þvælt þegar þetta nuddast stanslaust saman.

Þegar ég geri ”aðeins” minni myndir en Nature´s Home þá finnst mér æðislegt að vinna við saumastandinn. Það eina sem vantar þar er aðstaða fyrir allt garnið. Er að spá í að fá mér lítið borð til að hafa við hliðina á mér.

Ef ég geri svo pínulítil verkefni eins og nálarúllu eða eitthvað þess háttar þá hendi ég mér bara í sófann.

Í framtíðinni er ætlunin að útbúa saumaherbergi. Ég bíð bara eftir að elsti sonurinn flytji að heiman og þá ætla ég að flytja allt saumadraslið mitt inn í herbergið hans. Það verður bara næs.

Erla Björk

Tumi og Patti

Við ákváðum í gær að fá okkur annan Chihuahua hund. Þetta er 10 vikna strákur og hann er strax orðin einn af fjölskyldunni. Hann er bara krútt eins og þið sjáið og hann er búinn að fá nafnið Patti.

Við áttum fyrir hann Tuma okkar sem er rúmlega 2 ára. Hann er nú ekki alveg á því að hleypa þeim litla í allt dótið sitt og lætur hann sko heyra það. Hér er mynd af honum.

Og til að sýna stærðarmuninn á þeim þá er ein mynd í viðbót. Hún er pínu óskýr því það var eiginlega ekki hægt að fá þá til að vera kyrra.

Börnin eru alveg í skýjunum en það verður nóg að gera næstu vikur við að siða þann litla.

Ný stöðumynd og afmæli

Var að klára enn einn hlutann af Natures Home. Og þá á ég bara neðstu línuna eftir. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta gengur eitthvað hægt þessa dagana. Samt finnst mér ég ekki gera annað en að sauma í þessu. Ég ætla samt að leggja þetta aðeins til hliðar þar til eftir sumarbústaðaferðina næstu helgi. Byrja svo strax aftur á mánudaginn. En þetta er hlutinn sem ég var að klára.

Og þá er staðan svona. Bara 5 blokkir eftir af 30.

Marín Mist átti afmæli í dag. Nú er litla barnið mitt orðið 7 ára. Við héldum fjölskylduafmæli á sunnudaginn og í dag bauð hún vinkonunum úr bekknum og einum strák – alls 15. Það var rosa fjör og hún fékk fullt af flottum gjöfum. Við gáfum henni nýtt hjól þar sem það gamla var orðið of lítið of hálf bremsulaust.

Svo verð ég að fá að sýna afmæliskökurnar hennar. Hún er mikill aðdáandi Dóru og Klossa og því fékk hún að sjálfsögðu Dóru köku. Fyrri kakan var í fjölskylduafmælinu og seinni í vinkonuafmælinu. Mér finnst þær svo flottar.

Erla Björk