Archive for the ‘L&L’ Category

Day 3 – Firefly fairies

Here is what I chose for day 3. It´s not much since I was working all day and then came home and accidentally started folding my laundry instead of stitching. Don´t know what I was thinking!

Firefly Fairies by L&L
Firefly Fairies by Lavender & Lace
Stitched on 32ct hand dyed fabric – Fay´s Circle

Ný efni

Pósturinn var að banka upp á hjá mér með efnin sem ég pantaði frá Sugar Maple Fabrics. Og viti menn mér var bara réttur pakkinn og ekki rukkuð um krónu. Bara ef það væri alltaf svona.

Ég pantaði þessi efni:

Moon Princess fyrir Fairy Moon

Var samt að bera þetta efni saman við efnið sem Stargazer er á og er ekki viss um að þessi tvö efni geti hangið saman hlið við hlið. Þannig að kannski panta ég annað fjólublátt fyrir Fairy Moon og nota þetta í eitthvað annað.

Fay´s Circle fyrir Firefly Fairies

Mér finnst þetta alveg geggjað efni og væri til í að byrja strax á þessari mynd.

Northen sky fyrir Petal Fairy og Bliss Fairy

Varð fyrir smá vonbrigðum með þessi efni. Á netinu voru þetta blá efni með ”skýjum”. En komin til mín er minnst af þeim blátt og mikið af gulum, grænum og fjólubláum tónum. Svo ég veit ekki alveg hvort ég nota þau í það sem ég ætlaði. En ég hugsa að þau gætu samt alveg gengið. Annars er ekkert mál að panta bara fleiri efni.

Erla Björk

Smá uppdeit á Blue Moon Angel

Var rosa dugleg að sauma í gærkvöldi og svo í allan dag og kvöld. Náði að klára allann vænginn og höfuðið. Byrjaði aðeins á kreinikinu og notaði Thread Heaven í fyrsta skipti. Ég verð nú að segja að það er snilldar uppfinning.

Annars er ég að klára tölvuskólann á morgun. Þetta er búið að vera strembið 4 vikna nám og í raun alltof mikið efni á svo stuttum tíma. Maður þarf smá tíma til að leyfa þessu öllu að síast inn. Svo á ég bara 1 og hálfa viku eftir af sumarfríinu og þá verð ég bara í því að sauma og slappa af.

Erla Björk

Blue Moon Angel

Byrjaði aðeins á Blue Moon Angel fra L&L. Er að verða búin með vænginn og geislabauginn utan um höfuðið. Ég hugsa að það verði frekar fljótlegt að sauma þessa og perlurnar eru bara barnaleikur miðað við Stargazer.

Annars bíð ég bara spennt eftir að fá efnið í Fairy Moon og ætla að byrja á henni um leið og það kemur. Er að spá í hvort hún verði ekki flottari ef maður sleppir vængnum.

Erla

Einar 11 ára

Nú er hann Einar minn 11 ára í dag. Í gær bauð hann vinum sínum í bíó á Spiderman 3. Og í dag var veisla fyrir fjölskylduna.

Við vöktum hann í morgun og við rúmið hans var pakki. Hann var voða spenntur og dreif sig í að opna pakkann. En í pakkanum var ekkert nema lítill miði sem vísaði honum á annan stað í húsinu. Hann hljóp þangað og öll fjölskyldan á eftir en þar fann hann bara annan miða. Greyið þurfti að hlaupa á 8 staði í húsinu með fjölskylduna á hælunum þar til hann fann pakkann. Þetta vakti mikla kátínu og Marín var ákveðin í að svona yrði þetta líka gert þegar hún ætti afmæli. Við pössuðum líka upp á að hann þyrfti alltaf að hlaupa upp og niður stigann til skiptis. Það þarf nú að hafa fyrir því ef maður ætlar að fá afmælispakka.

Saumafréttir

Ég var byrjuð á Blue Moon Angel frá Lavender & Lace. Er næstum búin með vænginn og byrjuð á hnettinum. Svo eftir að ég fékk Stargazer upp á vegg þá langaði mig svo til að byrja á Fairy Moon. En mig vantaði efni og hvað gerir maður þá? Jú, maður fer bara á netið og pantar það. Ég pantaði hjá Sugar Maple Fabric. Það er tilboð hjá þeim út árið. Ef maður kaupir fyrir 100 $ þá fær maður 25% afslátt. Og ef maður kaupir fyrir 100 $ eða meira eftir afslátt þá er frír sendingakostnaður. Þannig að ég keypti efni fyrir Fairy Moon, Petal Fairy, Bliss Fairy og Firefly fairies. Get ekki beðið eftir að fá þetta allt saman.

Langaði allt í einu að sauma aðeins í Little Angel. Hef ekki snert á henni í marga mánuði. Það er voða gaman að grípa aðeins í eitthvað aftur eftir langan tíma.

Læt þetta duga í bili.

Kveðja Erla Björk