Archive for the ‘Margaret Sherry’ Category

Nýtt saumadót

Ég datt í það um daginn og verslaði mér smá saumadót. Maður getur jú alltaf bætt á sig.

Ég var búin að kaupa mér Snowman Trio hjá Stitching Bits and Bobs og datt svo inn á Down Sunshine Lane og keypti mér alla þræðina og rétta efnið. Er að spá í að byrja aðeins í kvöld. Það er svo freistandi að prufa nýju þræðina.

Svo fór ég óvart inn á 123 Stitch og sá að það var útsala á Margaret Sherry munstrum. Ég er mjög hrifin af hænunum hennar svo ég keypti mér The Hen Night. Og auðvitað er ekki nóg að kaupa bara eitt saumadót. Maður verður að nýta sendingarkostnaðinn svo ég keypti líka JCS Christmas Ornament og Love One Another frá Ladybug Lane.

Ég er ekki að sauma mikið þessa dagana. Ég er að berjast við að ná úr mér vöðvabólgunni sem ég fékk eftir Nature´s Home. Var farin að fá svo svakalega höfuðverki en þeir eru nú nánast búnir. Ég er alla vega búin að sanna það að ég er ekki með ofnæmi fyrir súkkulaði.

Hafrún mín ég er nú meira en hálfnuð með myndina sem Álfheiður Amý á að fá. Hún verður tilbúin einn daginn. Vittu til!

Erla Björk

Apríl kisa

Var að klára kisu númer 2 eftir Margaret Sherry. Það er virkilega gaman að sauma þær og nú eru bara 10 eftir. Ég ætla samt að bíða með að gera fleiri og hella mér út í Natures Homes. Hún Drífa kveikti aldeilis í mér í vikunni og maður verður að nýta sér það.

Erla Björk

Nýtt klár

Er búin að vera að dunda mér við eina kisu eftir Margaret Sherry. Ég byrjaði á henni fyrir áramót og svo allt í einu um síðustu helgi varð ég að ná í hana og klára hana. Ég hélt það tæki enga stund að sauma hana en það var alveg ótrúlega seinlegt. Ég á svo eftir að gera 11 í viðbót því auðvitað verður maður að klára allt settið.

Ég fór á sunnudaginn í Kringluna og keypti mér saumavél á bresku saumavélasölunni. Mér var búið að langa lengi í saumavél og nú þarf ég bara að læra á hana. Það voru nokkrir sniðugir aukahlutir með henni eins og til dæmis overlock hnífur og ég á örugglega eftir að nota hann mikið.

Nú á ég bara 3 virka daga eftir af sumarfríinu. Ég fer aftur að vinna á miðvikudaginn. Þetta er búið að vera alltof fljótt að líða og maður er alveg búin að venjast því að vera í fríi og eyða deginum bara í sólbaði og við saumaskap. En það verður að vísu ágætt að fara að hreyfa sig aftur því ég hef ekki hreyft mig allt sumarfríið og ég er farin að finna fyrir því að fötin mín eru aðeins þrengri en venjulega.

Erla Björk