Archive for the ‘Quilted Hearts Garden’ Category

QHG – Búin með 6 hluta

Ég var að klára 6. hlutann af Quilted Hearts Garden. Þessi mynd heldur mér algjörlega við efnið. Ég var ekki búin að snerta hana í 3 vikur á meðan ég var úti og var pínu farin að sakna þess að sauma í hana. Ég þarf líka að halda vel áfram ef ég ætla að ná Sissú og Guðbjörgu hmmm….

Now I´ve just finished 6 blocks. I absolutely love stitching this design. I seem to have more passion for large projects rather than small ones. Don´t know why!

Loksins farin að sauma aftur

Ég er búin að sauma mjög lítið undanfarna 2 mánuði. Ég er samt aðeins að byrja aftur og það er voða gott að geta aðeins gleymt sér í smá stund. Ég fékk 2 góðar konur í heimsókn í gær. Það voru Guðbjörg og Sissú og við héldum svona spes Quilted Hearts Garden saumaklúbb. Það var æðislega gaman að hitta þær og sauma saman. Ég náði meira að segja að klára einn hluta í stykkinu mínu.

Quilted Hearts Garden

Næst er að klára húsið og byrja á hjartanu. Sissú er að verða búin með næsta hluta fyrir neðan og Guðbjörg langt komin svo ég verð að fara að herða mig. Það er ekkert smá pressa á manni!!!

Magnús og Erla

Var að klára fyrsta hjartað í Quilted Hearts Garden. Sissú rétt marði að vera á undan mér. Í hjartanu átti að standa Bless this home en þar sem við vildum ekki hafa enskan texta í myndinni þá eftir töluverða umhugsun ákváðum við að hafa nöfnin okkar og makanna. Við ætlum svo að íslenska allan texta. Vonandi á það eftir að ganga vel. En hér er mynd af hjartanu.

Og eins og í Nature´s Home þá er ég að spá í að sýna ykkur alltaf heildarmynd. Sjáiði bara hvað efnið kemur flott út. Við erum svo rosalega ánægðar með það.

Quilted Hearts Garden

Já ég er komin aftur í geðveikina. Ákvað að ég yrði að sauma nýja afganinn frá Stoney Creek. Ég plataði Sissú með mér í þetta verkefni og við fórum í kapp um helgina með fyrsta hlutann. Mér til ómældrar gremju þá vann Sissú mig. En ég hélt ótrauð áfram og er búin með 2 fyrstu hlutana. Myndin er 7×7 hlutar – alls 49. Fyrsta myndin er svo sem ekkert merkileg. Bara blómarammi sem verður í öllum köntunum.

Myndin er saumuð í 16 count Cloud Pink Aida frá Sew it all. Geggjað flott efni.