Archive for the ‘Stargazer’ Category

Komin í ramma

Þá er hún komin í ramma og upp á vegg. Ég lét ramma hana inn hjá innrömmun Renate og ég er alveg rosalega ánægð með útkomuna. Hér er mynd.

Ótrúlegt að það skuli bara hafa tekið 5 mánuði að klára þessa. Langar núna rosalega að byrja á Fairy Moon og láta þær hanga hlið við hlið. Þá mundi ég hafa þær í eins ramma og ég hugsa að þær væru æðislegar saman. En ég á eftir að panta efni fyrir Fairy Moon svo ég get því miður ekki byrjað strax.

Erla B

The Stargazer frá Mirabilia

Ég fór með Stargazer í innrömmun í síðustu viku. Hún verður væntanlega tilbúin á föstudaginn. Hlakka ekkert smá til að sjá hana tilbúna og komna upp á vegg. Hér er mynd af henni.

Hún er alveg stórglæsileg

Kv. Erla