Archive for the ‘Stitchy Kitty’ Category

Snowman Trio – Chilly

Ég komst loksins aftur í saumagírinn um jólin og kláraði síðasta snjókarlinn af 3 í Snowman Trio. Það er hann Chilly og hann er eiginlega mitt uppáhald.


I finally managed to finish the 3rd snowman Chilly in the Snowman Trio. He is kind of my favorite and that´s why I saved him for last.

Hér er svo mynd af þeim öllum saman. Ég er búin að setja allar tölur á þá og á bara eftir að ganga endanlega frá þeim.  Ég stefni á að drífa í því strax eftir áramót. Mig hlakkar mikið til að sjá þá alveg tilbúna.


Here they are all 3 of them all buttoned up and looking so cute. So who´s your favorite?

Snowman Trio – Willy og afmæli

Ég kláraði loksins Willy fyrir helgina og er byrjuð á síðasta snjókarlinum. Ég er búin að panta tölurnar fyrir þá en ætla ekki að festa þær fyrr en þeir verða allir tilbúnir. Stefni á að klára þá fyrir jólin.

I just finished Willy the second one in the Snowman Trio serie. I already bought the buttons but thought I would not put them on until all three of them are finished.

Marín átti 8 ára afmæli 19. september. Hún fékk göt í eyrun í afmælisgjöf og það hefur gengið rosalega vel. Engin sýking eða neitt vesen. Hún hélt upp á vinkonuafmælið sitt í Stjörnustelpum og fékk rosa fína hárgreiðslu. Allar stelpurnar fengu hárgreiðslu og klæddust Hawaii búningum og svo dönsuðu þær og skemmtu sér vel.


Marín komin úr hárgreiðslu og í Hawaii búninginn

Flott að aftan

Snowman Trio – Milly

Var að klára fyrsta snjókarlinn í Snowman Trio. Það var ótrúlega gaman að sauma þennan og þá sérstaklega húfuna. Það vantar að vísu 3 hjartalaga tölur á myndina. Ég þarf að panta þær við tækifæri og festa á hann.

Saumað á 28ct ”Bluebell” Jobelan Þræðir DMC, WDW og Sampler Threads