Archive for the ‘Stoney Creek’ Category

QHG – Búin með 6 hluta

Ég var að klára 6. hlutann af Quilted Hearts Garden. Þessi mynd heldur mér algjörlega við efnið. Ég var ekki búin að snerta hana í 3 vikur á meðan ég var úti og var pínu farin að sakna þess að sauma í hana. Ég þarf líka að halda vel áfram ef ég ætla að ná Sissú og Guðbjörgu hmmm….

Now I´ve just finished 6 blocks. I absolutely love stitching this design. I seem to have more passion for large projects rather than small ones. Don´t know why!

Loksins farin að sauma aftur

Ég er búin að sauma mjög lítið undanfarna 2 mánuði. Ég er samt aðeins að byrja aftur og það er voða gott að geta aðeins gleymt sér í smá stund. Ég fékk 2 góðar konur í heimsókn í gær. Það voru Guðbjörg og Sissú og við héldum svona spes Quilted Hearts Garden saumaklúbb. Það var æðislega gaman að hitta þær og sauma saman. Ég náði meira að segja að klára einn hluta í stykkinu mínu.

Quilted Hearts Garden

Næst er að klára húsið og byrja á hjartanu. Sissú er að verða búin með næsta hluta fyrir neðan og Guðbjörg langt komin svo ég verð að fara að herða mig. Það er ekkert smá pressa á manni!!!

Magnús og Erla

Var að klára fyrsta hjartað í Quilted Hearts Garden. Sissú rétt marði að vera á undan mér. Í hjartanu átti að standa Bless this home en þar sem við vildum ekki hafa enskan texta í myndinni þá eftir töluverða umhugsun ákváðum við að hafa nöfnin okkar og makanna. Við ætlum svo að íslenska allan texta. Vonandi á það eftir að ganga vel. En hér er mynd af hjartanu.

Og eins og í Nature´s Home þá er ég að spá í að sýna ykkur alltaf heildarmynd. Sjáiði bara hvað efnið kemur flott út. Við erum svo rosalega ánægðar með það.

Quilted Hearts Garden

Já ég er komin aftur í geðveikina. Ákvað að ég yrði að sauma nýja afganinn frá Stoney Creek. Ég plataði Sissú með mér í þetta verkefni og við fórum í kapp um helgina með fyrsta hlutann. Mér til ómældrar gremju þá vann Sissú mig. En ég hélt ótrauð áfram og er búin með 2 fyrstu hlutana. Myndin er 7×7 hlutar – alls 49. Fyrsta myndin er svo sem ekkert merkileg. Bara blómarammi sem verður í öllum köntunum.

Myndin er saumuð í 16 count Cloud Pink Aida frá Sew it all. Geggjað flott efni.

 

Búin með Nature´s Home

Ég var að klára Nature´s Home. Börnin mín horfðu á mig taka síðustu 3 krossana og það brutust út þvílík fagnaðarlæti og mikð klapp. Það var eins og ég hefði unnið á heimsmeistaramóti. Frábært! Hér er mynd af síðasta hlutanum.

Og hér er svo heildarmyndin. Ég er svooo…. montin!

Nú verða allir að kommenta takk!

Nú ætla ég að taka mér smá saumajólafrí. Ég er orðin krosseygð eftir að sitja við þetta stykki allan desember. Svo ég segi bara við alla: Gleðileg jól og hafið það sem allra best yfir hátíðirnar og munið að það er skylda að borða konfekt.

Erla Björk

Bara einn hluti eftir

Var að klára næst síðasta hlutann af Nature´s Home. Nú fer þetta alveg að taka enda. Þið eruð örugglega orðin hundleið á þessari mynd minni. Alla vega er ég orðin soldið þreytt. Á þessum hluta vantar að stinga í kringum stútinn á blómakönnunni en það verður bara gert um leið og kannan sjálf.

Það er engin heildarmynd núna. Ég ætla ekki alveg að ofgera ykkur en það verður þá bara meira spennandi næst.

Erla Björk

Ný staða af Nature´s Home

Var loksins að klára enn einn hlutann af Nature´s Home. Hann er sennilega búin að taka mig sirka mánuð. Ég saumaði og saumaði en það sást engin árangur. Þannig að 2 vikna planið mitt er gjörsamlega búið að vera. Nú verð ég bara ánægð ef ég næ að klára fyrir jól.

Svo nú er staðan svona. Bara 2 hlutar eftir af 30.

Er þetta ekki orðið glæsilegt? Alveg að verða búið!

Erla Björk

Loksins loksins

Þessi skammtur tók aðeins of langan tíma að mínu mati. En hér er ný mynd.

Og þá er staðan svona. Bara 3 blokkir eftir. Jeii ég er loksins farin að sjá fyrir endann á þessu maraþoni.

Mér datt allt í einu í hug um daginn þegar ég var að sauma að það væri gaman að vita hvað maður yrði lengi að rekja alla myndina upp. Ætli það myndi taka lengri eða styttri tíma en að sauma hana? Vá hvað ég er orðin geðveik á þessari mynd. Langar mest til að pakka henni niður en……..ÉG SKAL!!!

Erla Björk

Kanínan og tréð

Var að klára enn einn hlutann af Natures Home. Nú er ég komin í neðstu línuna svo það er ekki svo mikið eftir. Tréð er allt komið og kanínan sem mér var búið að hlakka svo til að gera er loksins tilbúin. Það var alltaf svo langt í hana og það var svo gaman að sauma hana og sjá hana koma í ljós. Og hún er bara rosa sæt.

Og þá er staðan svona. Bara 4 blokkir eftir af 30.

Planið er að taka 2 vikur í hvern hluta sem eftir er. Lokadagurinn er því 2.desember 2007. Haldið þið að mér takist það? Ég er búin að vera 13 daga með þennan hluta svo ég er degi á undan áætlun. Það væri gott að fá smá pepp því ég er orðin pínu leið á þessari mynd. Mér finnst alltaf svo mikið eftir og það gengur voða hægt að sauma því litaskiptingarnar eru endalausar.

Erla Björk

Ný stöðumynd og afmæli

Var að klára enn einn hlutann af Natures Home. Og þá á ég bara neðstu línuna eftir. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta gengur eitthvað hægt þessa dagana. Samt finnst mér ég ekki gera annað en að sauma í þessu. Ég ætla samt að leggja þetta aðeins til hliðar þar til eftir sumarbústaðaferðina næstu helgi. Byrja svo strax aftur á mánudaginn. En þetta er hlutinn sem ég var að klára.

Og þá er staðan svona. Bara 5 blokkir eftir af 30.

Marín Mist átti afmæli í dag. Nú er litla barnið mitt orðið 7 ára. Við héldum fjölskylduafmæli á sunnudaginn og í dag bauð hún vinkonunum úr bekknum og einum strák – alls 15. Það var rosa fjör og hún fékk fullt af flottum gjöfum. Við gáfum henni nýtt hjól þar sem það gamla var orðið of lítið of hálf bremsulaust.

Svo verð ég að fá að sýna afmæliskökurnar hennar. Hún er mikill aðdáandi Dóru og Klossa og því fékk hún að sjálfsögðu Dóru köku. Fyrri kakan var í fjölskylduafmælinu og seinni í vinkonuafmælinu. Mér finnst þær svo flottar.

Erla Björk

Síðasta fuglahúsið

Var að klára síðasta fuglahúsið í Natures Home. Ótrúlega mikið um litabreytingar og ég hélt að blómin tækju aldrei enda. En þetta tókst að lokum og hér er útkoman.

Þá er staðan orðin svona. ”Bara” 6 blokkir eftir af 30. Ótúlegt!!!

Nú ætla ég að snúa mér að nálarúllunni fyrir nálarúlluskiptin í Allt í kross. Þetta verður mín fyrsta nálarúlla og ég er orðin spennt að sjá útkomuna. Vonandi verður ekkert mál að ganga frá henni. Mig kvíður mest fyrir því. En það verður gaman að afhenda hana nýjum eiganda.

Erla Björk

Gengur hægt en örugglega

Var að klára enn eina blokkina af Natures Home. Ætlaði nú eiginlega að klára hana síðustu helgi en það tókst nú ekki alveg.

Og þá er staðan orðin svona. Aðeins 7 blokkir eftir af 30.

Nú er ég að fara að gera síðasta húsið í myndinni. Er farin að hlakka mikið til að klára þetta stykki en er ekki enn farin að sjá endann. Stærstu blokkirnar eru allar eftir eins og sumir hafa verið duglegir að benda mér á… hahaha…

Ég er búin að vera að skoða gömul saumablöð undanfarið og ég er búin að sjá svo margt sem mig langar til að sauma. Plús öll munstrin sem ég hef keypt á ebay og öðrum vefsíðum. Það dugar mér örugglega langt fram á elliárin. En allt er í banni þar til Natures Home er tilbúin.

Erla Björk

Meira af Natures Home

Var að klára enn eina blokkina svo núna eru bara 8 blokkir eftir. Er orðin svo spennt að klára.

Þá er að drífa sig í að byrja á 23. hlutanum og stefni á að klára hann um helgina.

Erla Björk

Natures Home

Í dag 27. júlí 2007 er akkurat 1 ár síðan ég byrjaði á Natures Home og hér er staðan.

Ég er alveg að verða búin með 22 blokkir af 30. Ég ætlaði nú eiginlega að vera löngu búin með þessa stóru mynd en ég held að það sé nauðsynlegt að taka sér smá hlé öðru hverju. Nú er stefnan að klára fyrir jól. Ég er alveg búin að ákveða að byrja ekki á neinu öðru fyrr en þessi er búin. Það verður þvílíkur gleðidagur.

Erla Björk

Endalausar girðingar

Var að enda við að klára enn eitt húsið í Natures Homes.

Mér finnst ég búin að vera svooooo lengi með þetta hús. Og girðingarnar voru endalausar. En þetta hafðist á endanum og nú er ég búin með 21 blokk af 30. Svo er ég búin með 2 hálfar blokkir þannig að þetta fer að styttast.

Á föstudaginn er akkurat ár síðan ég byrjaði á þessari mynd og þá ætla ég að setja inn stöðumynd af því sem er komið. Þannig að nú verður bara setið og saumað þangað til.

Erla Björk