Quilted Hearts Garden

Já ég er komin aftur í geðveikina. Ákvað að ég yrði að sauma nýja afganinn frá Stoney Creek. Ég plataði Sissú með mér í þetta verkefni og við fórum í kapp um helgina með fyrsta hlutann. Mér til ómældrar gremju þá vann Sissú mig. En ég hélt ótrauð áfram og er búin með 2 fyrstu hlutana. Myndin er 7×7 hlutar – alls 49. Fyrsta myndin er svo sem ekkert merkileg. Bara blómarammi sem verður í öllum köntunum.

Myndin er saumuð í 16 count Cloud Pink Aida frá Sew it all. Geggjað flott efni.

 

6 comments so far

  1. Bryndís póstur on

    Ekki spyr ég að 🙂

  2. deibpia on

    alltaf gaman að geðveikinni!!!
    Það sem komið er lítur mjög vel út og ég hlakka til að sjá meira.

  3. Hafrún Ásta on

    Mín bara dottin í geðveikina aftur. Snillingur.

  4. Linda litlaskvis on

    Mhm, geggjað efni.
    En sjitt hvað þú ert klikk! Hehehe. Samt á alveg ofsalega, ofsalega, ofsalega góðan hátt sko 🙂

  5. Sissú on

    Ég er svo himinsæl yfir því að þú plataðir mig í þetta verkefni og þakklát yfir því hvað þú ert pínu lítið klikkkkk 😉 enn og aftur takk fyrir mína útgáfu á hjartanu !

  6. Herdis Hallgrimsdottir on

    ja hérna Erla. lítur vel +ut það sem komið er. en getur maður einhverstaðar séð heildarmyndina.gæti alveg eins dottið í hug að sauma þessa líka.sjálfsagt geðveiki. kveðja Dísa Hall. Dannmörku


Leave a reply to Sissú Cancel reply